Gæddu þér á ljúffengri brauðtertu á Brauðtertudaginn 13. nóvember

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brauðtertudagurinn er haldinn hátíðlegur þann 13. nóvember næstkomandi, en um er að ræða viðburð sem hefur verið sívinsæll á Íslandi síðustu áratugi. Í tilefni af Brauðtertudeginum bjóðum við upp á 10% afslátt af öllum brauðtertum dagana 10.-16. nóvember! Brauðtertan hefur sést á ófáum veisluborðum og á skrifstofunni við betri tilefni, en við hjá Tertugallerí teljum þó alltaf tilefni til þess að gæða sér á ljúffengri brauðtertu. 

Hefðin kallar á að fylla brauðtertuna að innan með góðu brauðsalati og hægt er að velja um ótalmargar gerðir af salati eftir smekk. Sumir elska skinku- eða rækjusalat, aðrir hangikjötsalat og enn aðrir laxasalat. Terturnar eru svo smurðar að utan með majonesi og skreyttar, til dæmis með eggjum, agúrkusneiðum eða öðru grænmeti og ávöxtum.

Eitt er þó víst, að langflestir elska góða brauðtertu og Tertugallerí býður sannarlega upp á frábært úrval af hvers kyns brauðtertum sem fólk kann að langa í. Hægt er að velja um gómsæta brauðtertu með skinku, sem er alltaf klassísk og öruggt val fyrir langflesta. Landsmenn elska þó ýmist rækju- eða túnfisksalat og í þeim tilfellum eru brauðterta með rækjum eða brauðterta með túnfiski fullkomnir valkostir. Tvær stærðir af brauðtertum koma til greina; 16-18 manna eða 30-35 manna fyrir stærri vinnustaði eða veislur. Terturnar eru hver annarri gómsætari, bráðna í munni og eru meistaralega skreyttar af bökurum Tertugallerís.

Í tilefni af brauðtertudeginum verðum við með sérstakt tilboð af brauðtertum eða 10% afslátt af öllum þeim brauðtertum sem verslaðar eru dagana 10.-16. nóvember.

Fyrir hörðustu aðdáendur brauðterta eru til skemmtilegir hópar á Facebook, en hópurinn Brauðtertufélag Erlu og Erlu er með þeim vinsælli og birtir myndir af brauðtertum sem eru hver annarri glæsilegri. Við hvetjum áhugasama til að slást í hópinn!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →