Gulrótarkaka á aðventunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðventan hefst 30. nóvember næstkomandi. Á aðventunni fer fjölskyldan að huga að jólunum, gramsa í geymslum eftir jólaseríum og öðru dóti og velta fyrir sér hvernig jólakort ársins eigi að verða. Við hjá Tertugalleríinu höfum búið til ýmsar gómsætar tertur tertur sem tilvalið er að bjóða í aðventukaffinu.

Aðventusiður okkar eru sprottnir upp úr Andrésarmessu sem hófst 30. nóvember á fyrri öldum og miðuðu kaþólskir við þá gjarnan við þá dagsetningu við upphaf lögbundinnar föstu fyrir jólin. 

Þjóðháttafræðingurinn Árni Björnsson fjallar ítarlega um jólin og undirbúning jólahaldsins í Sögu daganna sem kom út fyrir að verða 20 árum. 

Árni bendir þar á að jólin, sem hefjist sem aðfarakvöld 25. desember, eigi sér ævaforna sögu tengda sólhvörfum. Þótt ekki sé vitað um frummerkingu orðsins þá sé það norrænt og meira að segja til í fornensku. Ekki er vitað með vissu hvenær jól voru haldin í heiðnum sið. Árni telur sennilegast að það hafi verið á fullu tungli í skammdeginu. Ekki er heldur vitað hvernig þau voru haldin að öðru leyti en því að þá buðu íslenskir höfðingjar fjölmenni til jóladrykkju og gerðu þeir vel við gesti sína. Norrænu jólin voru síðan kristnuð, ef svo má segja, og runnu heiðnu jólin saman við kristna trú. Á 4. og 5. öld komst svo sú venja víða á að minnast fæðingar frelsarans 25 desember og skírnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar.

Lengi hefur tíðkast á heimilum fólks að bjóða stórfjölskyldunni í aðventukaffi í aðdraganda jóla. 

Tertugallerínu býður upp á úrval af tækifæriskökum- og tertum. Þar á meðal eru perutertan okkar og gulrótatertan. Gulrótatertan er gerð úr þremur tertubotnum og er hún með rjómaostakremi og appelsínugulum súkkulaðispæni. Perutertan er sérstaklega gómsæt en hún er með súkkulaðifrómas og skreytt með súkkulaðispæni og kirsuberjum.

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →