Það er margs að minnast í erfidrykkjunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Erfidrykkjur er ævaforn siður hér á landi. Erfidrykkjur tíðkuðust þegar ættingjar og vinir hins látna áttu nokkurra daga ferð að baki til að fylgja hinum látna til grafar. Í erfidrykkjum er vaninn að bjóða gestum upp á gómsætar tertur með kaffinu. Skoðaðu hvað Tertugalleríið hefur upp á að bjóða.

Sú hefð varð til fyrir langa löng að ef jarðsett er beint eftir útför þá fylgja nánustu ættingjar og vinir líkbíl til kirkjugarðs. Þeir sem ekki fara í kirkjugarðinn setjast við erfidrykkju og bíða þar eftir nánustu ættingjum hins látna til að votta þeim samúð sína.

Erfidrykkja fyrir 1000 árum

Erfidrykkjur eru eldgamalt siður. Þegar landnámskonan Auður djúpúðga Ketilsdóttir (um 830 til 900) var orðin öldruð hélt hún mikla veislu í Hvammi í Dölum í tilefni af því að sonarsonur hennar Ólafur feilan gekk í hjónaband. Veislan stóð í þrjá daga og sagði Auður að hún skyldi vera erfidrykkja sín. 

Presturinn og kennarinn Jónas Jónasson frá Hrafnagili er þekktastur fyrir bókina Íslenska þjóðhætti. Þar er að finna fróðleik um greftrunarsiði frá liðnum tíma.

Lítið um veitingar

Um erfidrykkjur skrifaði Jónas.

„Lítið var um veitingar við jarðarfarir, þegar fátæklingar áttu í hlut, sem von var. En þegar höfðingjar og heldri menn og konur voru jörðuð og ríkir bændur, var ekki eymt í erfisdrykkjuna. Fór hún fram, þegar jarðarförinni var lokið, og var í flestu hagað eins og í brúðkaupsveislum, étið og drukkið sem aftók og þarf ekki annað en vísa til þess, sem sagt er hér á undan um brúðkaupsveislur. Nú eru erfisdrykkjur horfnar í flestum sveitum, nema nokkuð mun elda eftir af þeim í hinum afskekktari sveitum á landi hér. Eru komnar í þeirra stað botnlausar kaffi- og súkkulaðidrykkjur með stjórnlausu sætabrauðsáti.“

Tappi settur í flöskuna

Og séra Jónas hélt áfram:

„Erfisdrykkjurnar voru leifar frá fornaldarsiðum vorum og þóttu svo sjálfsagðar, að það þótti blettur á minningu hins framliðna, sem erfingjarnir settu á hana, ef hún var ekki haldin rækilega, og þótti best, ef drukkið var sem fastast. Það er til sú sögn, og hún er sönn, að menn voru hvattir til að drekka rösklega í erfi eftir mann nokkurn, af því að það mundi gleðja hinn framliðna í gröfinni að vita það. Það er eitt af helstu menningarmerkjum vorrar tíðar, að þessar svallerfisdrykkjur eru horfnar að fullu.“

Það einkenndi þær erfidrykkjur sem Jónas skrifaði um að í þær var boðið líkmönnum og nánustu ættingjum hins látna. Á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar tóku presta í Reykjavík og á Akureyri að bjóða fólki til erfidrykkju á tilteknum stað að athöfn lokinni, svo sem í safnaðarheimilinu. Áfengi var ekki lengur haft við hönd eins og á fyrri tíð. Þess í stað var boðið upp á úrval af tertum og öðru meðlæti með kaffinu.

Sá siður hefur haldist æ síðan að aðstandendur og aðrir sem við útför eru komi saman og njóti samvista, drekki kaffi og þiggi veitingar.

Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman tillögur að nokkrum tertum og meðlæti sem gott er að eiga og bjóða upp á í erfidrykkjunni. Þar á meðal er marsipanterta með skrauti og krossi, hrísmarengsbomba nú og klassísku pönnukökurnar.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →