Fagnaðu lengstu dögum ársins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Um þetta leyti er dagurinn með lengsta móti. Eftir dimman vetur kviknar ljós bæði í sál og sinni og brosið teygir sig frá öðru eyranu til hins. Sumarsólstöðum og löngum björtum nóttum hefur lengið verið fagnað á Norðurlöndunum með ýmsum hætti. Fagnaðu sumrinu með gómsætri tertu eða öðru meðlæti með kaffinu frá Tertugalleríinu.

Það hefur tíðkast frá örófi alda að fagna því þegar sól stendur hæst á lofti og dagurinn langur. Hátíðirnar bera ýmis nöfn. Í Danmörku er sólstöðuhátíðin kennd við Sankti Hans og í Svíþjóð Midsommer. Ýmislegir aðrir viðburðir eru líka tengdir sumarsólstöðum, svo sem árlegar samkomur við Stonehenge í Bretlandi og tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem haldin hefur verið tvisvar í Reykjavík.

Þjóðháttafræðingurinn Árni Björnsson segir frá því í Sögu daganna áhugaverða tilviljun tengjast sumarsólstöðum í kristinni trú á norðurhveli jarðar.

Árni vekur athygli á því að Jesús sé fæddur í svartasta skammdeginu þegar dag er tekið að lengja. Það tákni vonina sem Jesús færi mannkyninu samkvæmt kristinni trú.

Aftur á móti er Jóhannes skírari talinn fæddur 24. júní þegar sól er hvað hæst á lofti og sólar nýtur lengst við á árinu. Fæðingar Jóhannesar er minnst á Jónsmessu en nafnið Jón og Jóhannes eru afbirgði sama nafns á íslensku.

Árni bendir líka á að dagsetningu Jónsmessu megi rekja til þeirrar ákvörðunar kirkjunnar manna í Róm að halda skyldi upp á fæðingardag Jesús og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum.

Breytt tímatöl
Júlíus Sesar Rómarkeisari innleiddi júlíanska tímatalið í ríki sínu á 1. öld fyrir Krist og miðuðust dagsetningar lengsta og stysta dags ársins við það. Menn gerðu sér hins vegar enga grein fyrir því að sumarsólhvörf höfðu færst fram um þrjá daga til 21. júní miðað við stjarnfræðilegar sólstöður og bar því Jónsmessuna í raun ekki lengur upp á lengsta degi ársins.

Fagnaðu löngum degi og bjóddu vinum og ættingjum í tertuboð. Við höfum tekið saman í sýnishorn, dæmi um tertur og annað meðlæti með Jónsmessukaffinu. En svo getur líka verið gaman að gefa gjafakort.

Munið að panta með fyrirvara. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að panta tveimur til þremur dögum áður en áætlað er að sækja tertuna. Afgreiðslutíminn getur svo orðið lengi á álagstímum.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →