Gerið vel við ykkur um helgina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Verslunarmannahelgin, ein mesta ferðahelgi ársins, er á næsta leyti en venju samkvæmt er hún alltaf helgina á undan fyrsta mánudegi í ágúst. Í ár er því verslunarmannahelgin dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þótt verslunarmannahelgin sé komin þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig, næla sér í tertu eða annað meðlæti til að bjóða upp á með kaffinu eða maula fyrir utan tjaldið á Þjóðhátíð.

Frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn fyrir rúmum 120 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem frumkvæði áttu að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað.

Hugmyndin var eins og svo margt hér á landi sótt til Danmerkur. Þar var frídagurinn vísir að orlofi launafólks en ekki tíðkastið að veita því sérstakt sumarfrí.

Á þessum fyrsta frídegi verslunarfólks í september árið 1894 safnaðist fólk saman á Lækjartorgi fyrir hádegi og gekk síðan fylktu liði að Ártúnum en þar voru fluttar ræður og sýnd skemmtiatriði. Um kvöldmatarleytið var gengið aftur að Lækjartorgi.

Frídagur á flakki
Fyrstu þrjú árin var frídagur verslunarmanna haldinn í september. Á þessum tíma árs var tekið að hausta og veðrið ekki endilega upp á sitt besta. Hátíðahöldin voru því færð nær sumri, í fyrstu inn í miðjan ágúst en síðar undir lok mánaðar. Árið 1931 var að lokum ákveðið að fyrsti mánudagur í ágúst skyldi verða frídagur verslunarmanna.

VR stóð um áratugaskeið fyrir hátíðahöldum á frídegi verslunarmanna eftir frá eru talin styrjaldarárin 1940 til 1943. Árið 1941 fékk VR reyndar aðgang að ríkisútvarpinu til að útvarpa dagskrá. Hún var ekki send út fyrr en á þriðjudeginum þar sem talið var að verslunarmenn væru úti í góða veðrinu eða á ferðalagi.

Talið er hugsanlegt að einmitt þetta til viðbótar við að frídagur verslunarmanna er orðinn almennur frídagur og löng helgi í ágúst, hafi getið af sér eina stærstu ferðahelgi ársins.

Gómsætar pönnukökur með kaffinu
Margir elta veðrið frekar en stemninguna um verslunarmannahelgi. Þetta ár er engin undantekning frá fyrri árum enda spáir Veðurstofan ekkert sérstaklega góðu veðri um verslunarmannahelgina nema í Skagafirðinum og á Seyðisfirði.

Það er tilvalið fyrir innipúkana að næla sér í skúffuköku með karamellukremi eða perutertu til að bjóða ættingjum og vinum með kaffinu. Þeir sem ætla að vera á faraldsfæti eða fara á þjóðhátíð ættu að hafa pakka af upprúlluðum pönnukökum með í nestisboxinu. Það er nefnilega fátt betra en að narta í pönnukökur fyrir utan tjaldið á ferðalaginu. Ef ykkur langar í annað þá er tilvalið að skoða tillögurnar að tertum og með því sem við höfum tekið saman fyrir ykkur.

En hafið í huga. Þegar þið pantið tertu hjá okkur þá er mikilvægt að panta með fyrirvara. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að panta 2-3 dögum áður en áætlað er að sækja tertuna. Afgreiðslutíminn getur svo orðið lengi á álagstímum.

Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →