Bjóddu upp á tertu á Menningarnótt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Menningarnótt í Reykjavík er á laugardag. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár. Margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta. Góðhjartaðir nota tækifærið á menningarnótt og færa þeim sem vinna baki brotnu við að gleðja aðra gómsæta tertu til að gæða sér á í þakkarskyni. Terta frá Tertugalleríinu eða annað meðlæti er frábær aðferð til að þakka fyrir góða vinnu.

 

Menningarnótt í 20 skipti

Menningarnótt hefur verið haldin í Reykjavík á hverju ári síðastliðin 19 ár og verður hún nú haldin í 20. sinn. Menningarnótt var haldin í fyrsta skipti 17. ágúst árið 1996 í tengslum við 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar.

 

Menning í heilan dag

Nafnið Menningarnótt er eiginlega rangnefni því dagurinn hefur í gegnum tíðina hafist eldsnemma þegar hlauparar eru ræstir til leiks í Reykjavíkurmaraþoni. Þegar Menningarnótt var sett í fyrsta sinn tóku 2.665 hlauparar þátt í ýmsum vegalengdum í veðurblíðu. Þeim hefur fjölgað mikið síðan þá en árið 2013 voru hlaupararnir 14.272. Þar með taldir eru þeir 2.706 krakkar sem þátt tóku í Latabæjarhlaupinu.

Nafnið Menningarnótt skýrist af því að í fyrsta skiptið var hún sett í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardagskvöldið 17. ágúst klukkan 22:30. Boðið var upp á fjölda viðburða fram á nótt og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudeginum 20. ágúst að um 15.000 manns hafi notið menningarnæturinnar í miðborginni í þetta fyrsta sinn.

 

Skipuleggið daginn

Menningarnóttin hefur vaxið mjög að umfangi í áranna rás, viðburðunum sem boðið er upp á fjölgað mikið og standa hátíðahöldin fram eftir öllum degi. Menningarnótt byrjar sem áður sagði með Reykjavíkurmaraþoni og endar með Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli og glæsilegri flugeldasýningu klukkan 23.

Það er um að gera að skipuleggja sig til að njóta Menningarnætur sem best og kynna sér þá fjölmörgu viðburði sem í boði eru. Einfalt mál er að gera það með því að skoða dagskrá Menningarnætur.

Geymið líka bílinn heima og takið strætó. Það er frítt og því lítið mál að koma sér bæði niður í bæ og heim aftur. Aðrir ferðamöguleikar eru líka í boði.

 

Terturnar á Menningarnótt

Við hjá Tertugalleríinu leggjum okkur fram um að fólk njóti lífsins. Við höfum tekið saman tillögur að sérlega listrænum og menningarlegum tertum ásamt öðru bakkelsi sem tilvalið er að bjóða upp á með kaffinu á Menningarnótt. Fáðu þér tveggja laga Hrísmarengsbombu með Nóa kroppi og vanillurjóma. Nú eða klassískar pönnukökur.

Þú finnur góða meðlætið hjá Tertugalleríinu.

Munið að panta tímanlega. Hefðbundinn afgreiðslufrestur eru 2-3 dagar. Hann getur verið lengri á álagstímum. Þú getur líka keypt gjafakort Tertugallerísins. Það virkjast strax.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →