Við munum hann Jónas
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu rennur upp 16. nóvember næstkomandi. Á þessum degi er haldið í heiðri minningu fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Jónas er höfundur margra og stórbrotinna ljóða sem hann samdi um miðbik 19. aldar og lifa enn góðu lífi í dag. Það er við hæfi þegar minnst er Jónasar að bjóða upp á bókartertu frá Tertugalleríinu eða annað þjóðlegt meðlæti á borð við upprúllaðar pönnukökur og kleinur.
Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember árið 1807. Jónas var ungur að árum þegar hann missti föður sinn. Eftir föðurmissi var Jónas sendur í fóstur til móðursystur sinnar en gekk eftir það menntaveginn víða, þar á meðal í Skagafirði og í Bessastaðaskóla og útskrifaðist hann þaðan með stúdentspróf árið 1829.
Jónas vann fyrir sér hjá bæjar- og landfógeta í Reykjavík í um þrjú ár en fluttist árið 1832 til Kaupmannahafnar. Þá var hann um 25 ára gamall. Upphaflega lagði Jónas stund á lögfræði. Hann skiptir hins vegar yfir í bókmenntir og náttúrufræði sem hann átti síðar eftir að verða frægur fyrir.
Fjölnismenn
Í Kaupmannahöfn hitti Jónas nokkra af skólafélögum sínum úr Bessastaðaskóla, þar á meðal Brynjólf Pétursson, Konráð Gíslason og bættist Tómas Sæmundssonar í hópinn. Þann 1. mars árið 1834 boðuðu fjórmenningarnir útgáfu nýs tímarits sem skyldi koma út árlega. Það var tímaritið Fjölnir. Í fyrsta hefti Fjölnis var birt kvæðið Ísland eftir Jónas og tvær ritgerðir. Fjöldi ljóða, ritgerða og þýðinga Jónasar átti síðar eftir að birtast á síðum Fjölnis.
Jónas Hallgrímsson er eitt af þekktustu þjóðskáldum Íslands og liggur eftir hann fjöldi kvæða sem margir syngja enn í dag á góðum stundum. Þar á meðal eru Vísur Íslendinga en fyrstu línuna ættu margir að kannast við. Hún hljóðar svo: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.
Um andlát Jónasar hefur margt verið ritað. Aðdragandi þess var að kvöldi 21. maí árið 1845 en þá hrasaði Jónas í stiga á leið upp í herbergi sitt við St. Pederstræde 140 í Kaupmannahöfn. Hann fótbrotnaði illa og var daginn eftir fluttur á sjúkrahús. Þar lést hann fimm dögum síðar aðeins 37 ára gamall.
Ef þú vilt fræðast frekar um Jónas þá getur þú lesið þér til um ævi og störf hans á vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem heldur úti sérvef um hann.
Minnumst Jónasar
Margir hafa grátið Jónas í þau 170 ár sem liðin eru frá andláti hans. Jónasar og verka hans er minnst með ýmsum hætti. Mynd af Jónasi og lóunni í kvæði hans, þeim vorboða ljúfa, má finna á tíu þúsund króna seðli sem Seðlabankinn setti í umferð árið 2013. Þá hafa margir skrifað um Jónas, þar á meðal tónlistarmaðurinn Megas sem samdi lag um skáldið. Lagið má finna á fyrstu plötu Megasar frá árinu 1972.
Árið 1995 lagði Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, til að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skyldi verða Dagur íslenskrar tungu. Hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn árið 1996. Á þessum degi eru veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og eftir til margvíslegra viðburða sem tengjast íslensku máli. Megas hlaut verðlaunin árið 2000.
Mikið er um að vera í grunnskólum landsins á þessum degi og minnast margir Jónasar með ýmsum hætti hætti.
Fáðu þér bita af bók
Við hjá Tertugalleríinu minnumst Jónasar Hallgrímssonar enda íslenskt mál okkur hugleikið alla daga.
Við höfum tekið saman nokkrar tillögur að tertum og öðru meðlæti sem þú getur boðið upp á kaffinu á Degi íslenskrar tungu. Ekki hika við að láta frumleikann og sköpunargáfuna fara á flug eins og hjá Jónasi Hallgrímssyni forðum daga.
Það er auðvitað tilvalið að panta bókartertu í tilefni dagsins. Tertan er í formi bókar. Á hana getur þú látið rita vel valin orð, til dæmis úr einu ljóða Jónasar Hallgrímssonar. Þú getur líka boðið upp á Gæfutertu og gulrótartertu eða eitthvað þjóðlegra. Fáðu þér kleinur, skonsur eða upprúllaðar pönnukökur með sykri. Meðlætið verður varla þjóðlegra en það.
Pantaðu í tíma
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.
Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.