Pukrast með nöfn barna fyrir skírn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast. Við skírnarathöfnina er barn tekið með formlegum hætti inn í samfélag kristinna manna. Þá tilheyrir að bjóða nánustu ættingjum og vinum til veislu til að fagna með nýjasta fjölskyldumeðliminum. Við hjá Tertugalleríinu getum létt undir með þér fyrir skírnina, láttu okkur sjá um veitingarnar, þú sérð um að finna nafnið á barnið.

Fyrr á árum létu vel flestir skíra börn sín í kirkju, en nú hefur færst verulega í vöxt að skírnarathafnir séu haldnar á heimili fjölskyldunnar. Í umfjöllun um skírn á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að skírnarathöfnin sé ekki ætluð til nafngiftar. Með skírninni gengur einstaklingurinn inn í ríki Jesú Krists sem hreinsar hann og gerir hann að þegn í ríki sínu en sú þegnskylda er síðan staðfest af einstaklingnum við fermingu.

Trúarlegar ástæður fyrir leynd
Á Vísindavefnum er fjallað um ástæður þess að nafni barna hefur í gegnum tíðina verið haldið leyndu fram að skírn. Tilgangurinn er trúarlegur, til að koma í veg fyrir að eitthvað óhreint eða ljótt væri tengt barninu áður en það væri falið Jesú í skírnarathöfninni. Skírnarathöfnin hefur því í huga margra bein tengsl við nafngift barna því oftast er viðstöddum tilkynnt um nafn barnsins eftir að það hefur hlotið skírn.

Að athöfninni lokinni er skemmtilegt að eiga góða stund saman með fjölskyldu og nánum vinum. Þá skiptir auðvitað máli að bjóða upp á gott meðlæti. Eins og flestir foreldrar vita hafa nýbakaðir foreldrar margt annað betra að gera en að standa í bakstri fyrir veisluna. Þar getum við hjá Tertugalleríinu hjálpað.

Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af veitingum fyrir veisluna. Við höfum tekið saman á einn stað úrval af veitingum sem henta vel, en í vefverslun okkar getur þú einnig fundið ýmiskonar annað góðgæti sem þú gætir viljað bjóða upp á í skírninni hjá þínu barni.

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →