Opnunartímar yfir fermingartímabilið 2016

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú eru eflaust margir farnir að huga að undirbúningi fyrir fermingar barna sinna, enda um að gera að undirbúa fermingarveisluna vel. Við hjá Tertugalleríinu bökum tertur, kransakökur og annað bakkelsi fyrir þig. Skoðaðu úrvalið hjá okkur með fermingarbarninu og veldu veitingar sem allir kunna að meta.

Í raun ganga allar tertur sem fáanlegar eru í vefverslun okkar fyrir fermingarveislur. Til að auðvelda valið höfum við einnig tekið saman á einn stað tertur og kökur sem er vinsælt að bjóða upp á í fermingarveislum.

Terturnar okkar eru ferskvara svo við viljum helst afhenda þær sama dag og á að neyta þeirra. Afgreiðslutímar okkar eru frá 8-14 virka daga og frá 10-12 laugardaga og sunnudaga.

Opnunartímarnir breytast þó aðeins í kringum fermingarnar, og gott að kíkja á hvernig þeim er háttað á fermingardaginn hjá þínu barni. Ef ekki er tekið fram nein breyting hér að neðan gildir hefðbundinn opnunartími.

Mars
•    Laugardagurinn 5.mars – opið 9-12
•    Sunnudagurinn 6.mars – opið 9-12
•    Laugardagurinn 12.mars – opið 8-12
•    Sunnudagurinn 13.mars – opið 8-12
•    Laugardagurinn 19.mars – opið 8-12
•    Sunnudagurinn 20.mars – opið 8-12
•    Fimmtudagur (Skírdagur) 24.mars – opið 8-12
•    Föstudagurinn Langi – Lokað
•    Laugardagurinn 26.mars – opið 8-12
•    Páskadagur 27.mars – Lokað
•    Annar í páskum 28.mars opið – 8-12
 
Apríl
•    Laugardagurinn 2.apríl – opið 9-12
•    Sunnudagurinn 3.apríl – opið 9-12
•    Laugardagurinn 9.apríl – opið 9-12
•    Sunnudagurinn 10.apríl – opið 9-12
•    Fimmudagurinn 21.apríl (sumardagurinn fyrsti) – opið 8-12

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Hægt er að panta í vefverslun okkar, tertugalleri.is. Mundu að þú getur greitt hvort sem er með debet- eða kreditkorti.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →