Banana og kókosbomba

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Það er eitthvað alveg sérstakt við að skera sér sneið af nýbakaðri tertu. Gæða sér svo á ljúffengri tertunni með snarkheitu kaffi eða ískaldri mjólk. Það skiptir ekki máli hvert tilefnið er – eða hvort nokkurt tilefni sé til staðar – hversdagslegur dagur breytist í hátíðisdag með ljúffengri tertu frá Tertugallerí.

Terturnar frá Tertugallerí eru alltaf nýbakaðar af meisturum okkar. Skreyttar af alúð, ótrúlega ljúffengar og það er eins og þær bráðni upp í manni. Einn demanturinn í krúnu Tertugallerís er Banana og kókosbomba.

Banana og kókosbomba er þeim einstæðu eiginleikum gædd að hún er hvort tveggja í senn stökk og mjúk. Kókossvampbotninn, sem er með súkkulaði, rjóma og banönum veitir mýktina á meðan en hið stökka kemur frá unaðslega mulda púðursykurmarengsinum skreyttum með súkkulaðiganas.

Banana og kókosbomban dugir fyrir 15 manns – bjóddu einhverjum með þér í tertusneið og breyttu venjulegum degi í eitthvað alveg sérstakt.

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

 

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →