Gefðu pabba tertu á feðradaginn!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er ekki langt síðan við Íslendingar fórum að halda upp á feðradaginn. Það gerðist fyrst árið 2006 og má segja að það hafi sannarlega verið kominn tími til. Feður eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna, stoð þeirra og stytta og mikilvægt að heiðra þá fyrir framlag sitt.
Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvembermánuði. Þá er tilvalið að panta góða tertu frá Tertugallerí Myllunnar og koma pabba á óvart með ljúffengu kökuboði. Hvernig hljómar til dæmis þétt og bragðgóð ekta Amerísk súkkulaðiterta? Eða syndsamlega góð Marengsbomba, púðursykursmarengs með rjómafyllingu, skreytt með karamellu, súkkulaði og ferskum berjum?
Við höfum tekið saman nokkrar hugmyndir fyrir kaffiboð á feðradaginn en skoðið endilega síðuna og sjáið hvort þið fáið fleiri hugmyndir.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.