Bleikur október er hafinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bleiki mánuðurinn Október er hafinn, en þá fer fram árlegt fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Átakið nær hámarki fimmtudaginn 23. október en þá er bleiki dagurinn. Krabbameinsfélagið biður alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku þennan dag. Það er því um að gera að nýta tækifærið og fá sér til dæmis bleikan bol, húfu eða sokka.Við hvetjum ykkur til að styðja við gott málefni og kynna ykkur úrvalið af bleikum vörum inni á bleiku búðinni hjá Krabbameinsfélaginu. Þar er líka hægt að fá bleikt hálsbindi og aðra fylgihluti.

Bleika tertan

Við hjá Tertugalleríinu eigum tvær tegundir af bleikum tertum sem upplagt er að bjóða upp á í bleiku boðunum óháð því hvert tilefnið er. Þær henta vel fyrirtækjum sem vilja gleðja viðskiptavini sína og samstarfsfólk á Bleika deginum. Bleika slaufan fær 15% af andvirði bleikra terta og kaka, sem sækja skal frá og með 13.-22. október nk. Hér má sjá glæsilegt bleikt úrval Tertugallerísins.  

Pantaðu tímanlega
Undir venjulegum kringumstæðum verður að panta veitingar hjá Tertugalleríinu með tveggja til þriggja sólahringja fyrirvara. Afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara á álagstímum svo það er betra að panta tímanlega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla