Boltaterta með texta
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Ein nýjasta vara okkar hjá Tertugallerí er Boltaterta með texta og hefur hún slegið rækilega í gegn. Tertan er eins og fótbolti og hægt er að láta t.d. rita nafn afmælisbarnsins og aldur á kökuna eða nafn íþróttafélags og flokk, allt eftir tilefni.
Boltatertan er einstaklega ljúffeng súkkulaðiterta með sykurmassa og dökku smjörkremi. Hún er hjúpuð með sykurmassa. Við teljum hana passa fullkomlega fyrir 12 manns en hún er rúmt kíló að þyngd.
Boltastjörnur af hvaða kyni sem er kolfalla fyrir þessari boltatertu sem er tilvalin í afmæli, lokahóf íþróttafélagsins eða hreinlega við hvaða tækifæri sem er.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12
Deila þessari færslu
- Merki: afmælisterta, boltaterta, súkkulaðiterta, terta, tertur