Eflið fyrirtækjabraginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt eflir frekar samstöðu og starfsanda á vinnustað en þegar starfsmenn setjast niður saman, ræða málin og kynnast. Þá er gott að hafa eitthvað gott að maula á og Tertugallerí hefur gríðar gott úrval af kaffiveitingum sem henta.

Hvort sem um er að ræða kaffitíma eða sérstakt tilefni til að fagna vel unnu verki eða ákveðnum áfanga getur þú alltaf fundið réttu veitingarnar hjá Tertugallerí. Við bjóðum allt frá skonsum og kleinuhringjum til stórra veitinga á borð við tertur.

Ef mikið stendur til er tilvalið að láta prenta mynd á tertu og fagna þannig einhverjum sérstökum viðburði. Myndin getur til dæmis verið merki fyrirtækisins, mynd af starfsmanni mánaðarins eða mynd af nýrri vöru sem er að fara á markað.

Hér höfum við tekið saman á eina síðu nokkrar veitingar sem við teljum að passi vel fyrir fyrirtæki. En auðvitað henta allar okkar veitingar og um að gera að skoða sig um á síðunni okkar. Mundu bara að panta tímanlega. Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →