Haltu steypiboð með veitingum frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Steypiboð njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Það er ekki að ósekju því fátt er yndislegra en að taka á móti nýjum einstaklingum í heiminn og fátt skemmtilegra en að fagna með tilvonandi móður. Erlendis eru steypiboðin yfirleitt haldin til heiðurs tilvonandi móður og koma henni á óvart. Hér á landi er allur gangur á því hvort móðirin heldur boðið sjálf eða hvort vinkonur hennar halda henni boðið. Hvort heldur sem er er boðið ætíð skemmtilegt og enda tilefnið ærið og gleðilegt. Tertugallerí býður upp á frábærar veitingar sem henta einstaklega vel í steypiboðin.

Ef móðirin heldur boðið sjálf er frábært að nýta tækifærið til að ljóstra upp um kynið. Annað hvort er þá valin terta í þeim lit sem hefðbundið er að tengja kynjunum. Einnig bjóðum við upp á frábærar tertur þar sem ekki kemur í ljós fyrr en kakan er skorin hvort von er á strák eða stelpu.

Barnalán er gómsæt súkkulaðiterta með bleiku eða bláu kremi. Það er Ljósálfur líka og er sérlega skemmtileg útfærsla af tertu því hún gefur ekkert upp um kyn barnsins fyrr en skorin er sneið, þá birtist fagurblátt eða skærbleikt krem sem ljóstrar upp um kyn nýjasta erfingjans. Gæfutertan er bæði bragðgóð og krúttleg og er sérlega skemmtileg á veisluborðið.

Hægt er að fara lengra með lita þemað og velja bleikar eða bláar bollakökur og kleinuhringi með hvort heldur sem er bleiku eða bláu kremi. Við höfum tekið saman á eina síðu skemmtilegar hugmyndir að veitingum í steypiboðið en við hvetjum þig líka til að skoða síðuna því faldir gullmolar leynast víða.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →