Ekki gleyma mæðradeginum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mæðradagurinn er skemmtilegur dagur tileinkaður þeim konum sem hafa gefið af sér ást, umhyggju og stuðning alla ævi. Þessi dagur er dýrmæt áminning um hversu mikilvægar mæður eru í lífi okkar, hvort sem þær eru líffræðilegar mæður, ömmur, fósturmæður eða konur sem hafa haft móðurleg áhrif á líf annarra.

Þessi dagur er frábært tilefni til að gleðja mæður með fallegri kveðju, blómum eða óvæntu kaffiboði. Mikilvægast er að gefa sér tíma til að sýna þakklæti og hlýju.

Hjá Tertugalleríinu finnur þú ljúffeng og dísætt góðgæti til að bjóða upp á í mæðradagskaffinu.

Marengstertur eru eftirlæti margra mæðra sem elska stökka áferðina sem síðan bráðnar í munninum og gefur sætt bragð og sælutilfinningu. Hjá Tertugalleríinu finnur þú 15 manna Hrísmarengsbombu, 15 manna Marengsbombu, 30 manna Marengsbombu og 15 manna Banana og kókosbombu.

Kransablóm Tertugallerísins hafa lengi verið vinsælt val hjá viðskiptavinum sem vilja gleðja. Við eigum fjórar gerðir af kransablómum. Ein gerðin er með safaríkum jarðarberjum, önnur er með kokteilberjum, sú þriðja er með dökkum súkkulaðihjúp og fjórða kransablómið er með valhnetum. Þú getur einnig fengið litla kransabita sem koma 20 stykki saman í fallegum poka.

Makkarónukökur eru dísætar og einstaklega mæðradagslegar. Þær eru litríkar og fallegar í laginu og bráðna í munni og munu án efa gleðja. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónukökur. Þær koma 35 saman á bakka og eru með sex bragðtegundum: sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.

Smástykkin frá Tertugalleríinu eru ljúf og sæt hamingja í einum bita og gleðja þá sem fá þeirra að njóta á jólunum. Kíktu á úrvalið af smástykkjunum okkar.

Gerðu vel við þá móðir sem þú vilt gleðja á mæðradeginum. Skoðaðu fjölbreytt úrval hér og pantaðu tímanlega!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla