Er útskrift á næsta leiti?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og ljúffengum útskriftarveigum. Við vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við.
Við mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar eins og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja texta að eigin vali.
Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum.
Form og stærðir marsípantertnanna eru fjölbreyttar og er hægt að fá þær fyrir 25 manns (27,5x35,5 cm), 30 manns(29x40,5cm) og 40 manns (34,5x43,5 cm).
Einnig er tilvalið að bjóða upp á kransakökur með marsípantertunni. Kransakökurnar eru hátíðlegar og iðulega að finna á borðum þegar mikið stendur til og gefa veislunni virðulegan svip. Kransakökur Tertugallerísins eru ljúffengar, fagurlega skreyttar og á sérstaklega góðu verði.
Við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni eins og ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði.
Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti.
Tertugallerí býður upp á fjölbreytt úrval af fallegum og gómsætum útskriftartertum. Skoðaðu úrvalið okkar, veldu útskriftartertuna þína og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn.
Pantið tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!
Deila þessari færslu
- Merki: kransakaka, Kransakarfa, Marsípanterta, Tilefni, Útskrift, Útskriftarterta, Útskriftarveisla, Þitt eigið tilefni