Fagnaðu Fullveldisdegi Íslands, 1 desember

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Íslendingar eru gömul þjóð en ungt lýðveldi. Ísland fékk fullveldi þann 1. desember 1918 þegar Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Þessi dagur er mikilvægur í íslenskri sögu og hann er tilvalinn tyllidagur til að brjóta upp skammdegið og fagna því að tilheyra einu friðsælasta landi heims.

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig andrúmsloftið var á þessum tíma 1918. Íslendingar glímdu við mjög harðan vetur þetta ár, Frostaveturinn mikla þar sem frostið fór víða niður fyrir -30 gráður á Celcius. Hafís var víða fastur við land og sagt er að hægt hafi verið að ganga beint af augum yfir hafið frá Reykjavík til Akraness og lokaði hafísinn því siglingaleiðum og ofan í allt gaus Katla og spænska veikin barst einnig til landsins sem olli dauða hundruð manna.

Vegna ástandsins höfðu nauðsynjarvörur hækkað um 100%, kuldinn var óbærilegur, drepsótt herjaði á landið sem spúði ösku úr Kötlu yfir þjóðina. Það er í þessu umhverfi sem Ísland öðlast loks fullveldi. Mótlætið með mesta móti en samt þessi ljóstýra um sjálfdæmi í eigin málum og von um betri tíð.

Á grunni fullveldisins og síðar sjálfsstæðis landsins með stofnun lýðveldisins á Þingvöllum þann 17. júní 1944 er velferð nútímans byggð. Leiðin til þeirra miklu gæða sem við njótum í dag var vörðuð fjölbreyttum hindrunum en einhvern veginn hefur þjóðinni lánast það að koma upp velferðarsamfélagi sem er fyrirmynd um margt.

Sem ung þjóð og fremur fátæk af tyllidögum þar sem stöðu okkar sem þjóð í samfélagi þjóða er fagnað er tilvalið að minnast forfeðra okkar og taka stöðu með okkur sjálfum, minnug þess að lífið er hverfult og okkur ber að virða og hafa í hávegum frelsi okkar og hlutverk á heimssviðinu.

1918 var ekki hægt að panta bollakökur og tertur með íslenska fánanum hjá Tertugallerínu en það er hægt í dag. Bjóddu í almennilegt kaffi og skreyttu borðið með íslenska fánanum og góðum tertum. Þú getur pantað hér en mundu bara að panta tímanlega.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →