Fermingafjör á K100

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að undanförnu hefur Tertugallerí verið í samstarfi við K100. Þeir Svali og Svavar hafa gefið heppnum hlustendum gómsætar tertur frá Tertugallerí. Í morgun fengu þeir skemmtilega sendingu frá okkur sem kom þeim skemmtilega á óvart.

Í tilefni ferminganna ákváðum við að senda þeim félögum og starfsmönnum öllum glæsilegt úrval úr fermingabæklingnum okkar. Myndina tóku félagar okkar á K100. Hér getur þú skoðað fermingabæklinginn og séð hvað hentar þér. Hér getur þú svo skoðað safn af þeim tertum og bakkelsi sem við höfum tekið saman sem við teljum að henti sérstaklega vel fyrir fermingarnar.

Skoðaðu fjölbreytt úrval okkar. Gæðin eru fyrsta flokks og verðið er einkar hagstætt. Mundu að panta tímanlega – í fyrra var ekki hægt að anna öllum pöntunum. Afgreiðslutíminn breytist á fermingartímabilinu – sjáðu afgreiðslutíma Tertugallerís hér.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →