Hver er uppáhalds tertan þín hjá Tertugalleríinu?
Útgefið af Erla Björg Eyjólfsdóttir þann
Hvort sem fagna á stórafmæli eða halda litla veislu þá er terta frá Tertugalleríinu tilvalin á veisluborðið. Terturnar frá Tertugalleríinu eru fjölbreyttar, bragðgóðar og fallegar. Þú finnur alltaf tertu við hæfi hjá Tertugalleríinu.
Hjá Tertugalleríinu getur þú valið úr mörgum stærðum og gerðum af tertum og kökum. Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér og auðvelda þér fyrirhöfnina í undirbúningnum í þínum veisluhöldum og því færum við þér örstutt yfirlit yfir helstu terturnar og hvað þær henta fyrir marga gesti.
Súkkulaðitertur
Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar en af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur, t.d. fyrir fyrirtæki og félög sem vilja halda upp á stærri viðburði.
Til að gera súkkulaðitertuna persónulegri og jafnvel skemmtilegri er hægt að prenta mynd að eigin vali til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu smjörkremi á kantinum.
20 manna, þriggja laga Ameríska súkkulaðitertan er algjörlega sígild og er tilvalin við nánast hvaða tækifæri sem er. Óhætt er að mæla með henni fyrir þá sem vilja klassíska súkkulaðitertu.
Franska súkkulaðitertan okkar er þétt, mjúk súkkulaðiterta sem er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns. Hún hentar vel fyrir vandláta.
Gulrótarterta
Gulrótartertan okkar er hefðbundin gulrótarterta sem hentar flestum tilefnum og er iðulega eftirlæti margra sælkera og er tilvalið að panta hana á móti súkkulaðitertu til að tryggja að sem flestir gestir fái tertusneið við sitt hæfi. Gulrótartertan okkar er bragðgóð og þétt en áferðin fellur mörgum að geði og er hún gerð úr gulrótartertubotni, rjómaostakremi og er hún fallega skreytt með appelsínugulum súkkulaðispæni og kemur í ýmsum stærðum og útfærslum.
Hægt er að panta 15 manna gulrótartertu, en hún er einnig fáanleg í stærri sölueiningum og kemur tertan skorin í sneiðar og tilbúin beint á veisluborðið þitt. Hægt að skera tertuna í 40, 60 og 80 sneiðar.
Marengstertur
Marengstertur eru eftirlæti margra sælkera sem elska stökka áferðina sem síðan bráðnar í munninum og gefur sætt bragð og sælutilfinningu. Marengstertur henta ótrúlega vel með bæði kaffi sem freyðivíni eða einfaldlega í High Tea. Þeir hinir sömu vita líka margir hversu tímafrekt og viðkvæmt ferli það er að baka marengs svo vel sé.
Hjá Tertugalleríinu finnur þú 15 manna Hrísmarengsbombu, 15 manna Marengsbombu, 30 manna Marengsbombu og 15 manna Banana og kókosbombu.
Marsípantertur
Marsípanterturnar hjá Tertugalleríinu eru sérkapítuli fyrir sig. Þær eru eins ljúffengar eins og þær eru glæsilegar. Hægt er að prenta myndir á terturnar og setja texta að eigin vali. Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum. Þær eru að sjálfsögðu frábærar í betri tilefnin eins og fermingar, skírnir, giftingar og slíka stórviðburði.
Form og stærð marsípantertnanna er fjölbreytt og er hægt að fá þær fyrir 25 manns (27,5x35,5 cm), 30 manns(29x40,5cm) og 40 manns (34,5x43,5 cm).
Sykurmassatertur
Sykurmassaterturnar okkar eru fallegar og bragðgóðar frómastertur sem koma með hvítum áprentuðum sykurmassa. Sykurmassaterturnar eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum.
Kransakökur
Kransakökurnar okkar eru alltaf sígildar og við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni enda eru kransakökur pantaðar jafn fyrir vinaviðburði sem og stórviðburði. Við erum með ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði. Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti. Auk þess bjóðum við upp á litla kransabita sem koma 40 stykki saman á bakka.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Amerísk súkkulaðiterta, Frönsk súkkulaðiterta, Gulrótarterta, Kransakaka, Marengsterta, Marsípanterta, Súkkulaðiterta, Sykurmassaterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni