Hvernig á að skera brúðartertuna?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er varla til mikilvægari terta en brúðartertan. Brúðartertan kórónar borðhaldið og gestir bíða spenntir eftir að brúðhjónin skeri saman fyrstu sneiðina og taki þannig eitt fyrsta skrefið saman í nýju hjónabandi. 

Fyrir flest brúðhjón er það mikilvægast af öllu að brúðkaupsdagurinn verði hátíðlegur og fullkominn. Það kemur því ekki á óvart að margt fer í gegnum huga verðandi brúðhjóna á lokasprettinum og geta vangavelturnar verið allt frá veðri og veisluhöldum til þess hvort eigi að vera með neyðartösku eða ekki. En á meðal hinna ýmsu spurninga sem koma upp í undirbúningnum er ein sem við hjá Tertugalleríinu fáum reglulega: hvernig á að skera brúðartertuna?

Kannski hljómar það ekki eins mikilvægt og önnur atriði dagsins, en það getur haft meiri þýðingu en margir gera sér grein fyrir. Tertuskurðurinn er nefnilega ekki aðeins formleg aðgerð, heldur er hann táknrænn. Hann markar sameiginlegt upphaf og er eitt af þeim augnablikum þar sem öll augu beinast að brúðhjónunum. Það eitt og sér getur verið stressandi að skera fyrstu sneiðina, sérstaklega ef maður veit ekki nákvæmlega hvað á að gera.

Hvernig á að skera brúðartertuna?

Það fyrsta sem gott er að huga að er hvaða hníf eða spaða á að nota. Sumir kjósa að nota fallegt verkfæri sem þau geta geymt til minningar, aðrir nota jafnvel ættargripi sem bæta sögulegu vægi við augnablikið. Þegar kemur að sjálfri athöfninni er síðan spurning hversu mikið brúðhjónin vilja gera úr þessu augnabliki. Sum brúðhjón vilja hafa þetta látlaust og hlýlegt, bara þau tvö og kannski smá rómantík. Önnur kjósa að gera úr þessu litla sýningu, jafnvel með húmor eða skemmtilegri uppákomu. Mikilvægast er að brúðhjónin ræði saman fyrirfram og ákveða hvað hentar þeim, svo allt gangi hnökralaust fyrir sig.

Brúðartertan er yfirleitt skorin eftir að aðalréttur hefur verið borinn fram. Þegar komið er að stóru stundinni að brúðhjónin skeri brúðartertuna er algengt að brúðurin haldi á tertuhnífnum og brúðguminn leggi hönd sína ofan á hennar. Saman skera þau fallega V-laga sneið úr miðju brúðartertunnar. Það skiptir ekki öllu máli hversu stór sneiðin er, en brúðhjónin vilja gjarnan að fyrsta sneiðin líti vel út. Ef sneiðin verður aðeins of stór, þá er það bara hluti af sjarma augnabliksins. Að skera tertuna saman er táknmynd þess að hefja lífshlaup í sameiningu og því má þessi litla athöfn vera full af merkingu og hlýju.

Það er líka falleg hefð að skera næstu sneiðar handa foreldrum brúðhjónanna og þá gefst tækifæri til að deila augnablikinu með þeim sem skipta brúðhjónunum hvað mestu máli. Slíkt hefð hefur iðulega tilfinningalega þýðingu, bæði fyrir brúðhjónin og foreldra þeirra sem skilur eftir fallega minningu.

Brúðartertur Tertugallerísins

Brúðartertan er ekki bara eftirréttur, heldur er hún er táknræn, persónuleg og ómissandi hluti af brúðkaupsdeginum. Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar brúðartertur og aðrar veitingar á hagstæðu verði fyrir brúðkaupsveisluna.

Við bjóðum upp á dásamlegar brúðartertur með þrennskonar útlitsgerðum sem eru Lafði Díana, Lafði Kate og Lafði Grace. Brúðarterturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotni með unaðslegri súkkulaði-mousse fyllingu, hjúpuðaðar með hvítum sykurmassa og að lokum skreyttar með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum.

Brúðartertur Tertugallerísins eru gæðatertur sem gleðja bæði augað og bragðlaukana. Við viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar hér og pantið tímanlega. Einfaldara getur það ekki verið.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og brúðkaupsveislan er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar brúðartertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar brúðartertur á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega.

Athugið að panta þarf brúðartertur með a.m.k. viku fyrirvara. Á álagstímum getur afgreiðslutími lengst. 

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →