Kleinur fyrir gönguhópinn þegar vetur gengur í garð

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Fyrsti vetrardagur er laugardaginn 22. október. Á þeim tímapunkti geta Íslendingar deilt um árstíðirnar, hvort þær séu fjórar, eða bara tvær og ef þær eru tvær hvort það sé bara vor og haust eða bara vetur og sumar.

Ekki er víst að jörð sé hvít fyrsta vetrardag enda oft enn hlýtt, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, þótt eitthvað sé farið að grána í Esjunni á þessum tíma. Það er þó jafnljóst að vetur er að ná tökum á tímanum og það mun fara kólnandi.

Fátt er huggulegra á vetrar eftirmiðdegi en að hugga sig við kaffi og kleinur en það er góð íslensk hefð sem hefur leyst af hólmi þá fyrri sem stunduð var af kappi á þessum tíma árs en það var kjötneyslutímabil mikið, Gormánuður, þar sem framboð af nýslátruðu kjöti var með besta móti en framundan voru mánuðir þar sem erfitt var um vik að geyma kjöt.

Í dag höldum við gjarnan öðruvísi upp á fyrsta vetrardaginn. Til dæmis er vinsælt að ganga á fjöll og heiðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins enda nóg af þeim. Óhætt er að mæla með Búrfelli við Þingvelli, Leggjabrjóti, Esjunni eða jafnvel Keili ef fólk þorir í jarðhræringagöngu. Munið bara eftir mannbroddum því það getur verið hált hátt í klettum.

Hjá Tertugalleríinu er alltaf hægt að panta kleinur og kleinuhringi fyrir gönguhópana í vinahópnum eða vinnunni. Pantaðu hér og komdu vinunum á óvart með rjúkandi heitu kaffi á brúsa, kleinum og kleinuhringjum sem meðlæti eftir fyrstu vetrargöngu vetrarins.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →