Konudagurinn er á sunnudaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann



Konudagurinn er á sunnudaginn og þá er víða mikið um dýrðir. Konum landsins sýndur virðingarvottur og ástúð og þær heiðraðar í hvívetna. Enda ekki vanþörf á. Jafnvel þeir karlar (og konur sem eiga konur) sem vanalega eru kaldir sem ís lifna við og sýna rómantík í verki.

Við hjá Tertugallerí mælum með að keypt séu blóm handa hinni heittelskuðu en ekki síður eitthvað sætt og ljúft. Til dæmis Frönsk súkkulaðiterta eða Marengsbomba. Slíkt stenst enginn sælkeri.

En hafðu hraðar hendur, síðasti pöntunarfrestur er á fimmtudag kl. 16:00.

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 10-12
Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →