Pantaðu ljúffeng smástykki fyrir lautarferðina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er tími lautarferðarinnar. Þegar vinir og vandamenn koma saman og njóta samvistar í fallegri íslenskri náttúru.

Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem þú ert í útilegu, sumarbústaðnum eða í fjallgöngunni er gaman að finna góðan og fallegan stað til að setjast niður og borða góðar veitingar.

Við hjá Tertugalleríinu vitum líka að þetta þarf ekki að vera flókið, sérstaklega á sumrin þegar viðrar vel og fæstir vilja þá ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu.

Ef þig langar að slá í gegn og koma með ljúffengar og sætar veitingar í lautarferðina, þá getum við liðsinnt þér og mælum með smástykkjunum frá Tertugalleríinu. Smástykkin okkar slá alltaf í gegn og eru ljúf og sæt hamingja í einum bita.

Við mælum sérstaklega með litlu kleinunum sem eru nettar og bragðgóðar og koma 120 stykki saman í kassa. Ef þú vilt bjóða upp á eitthvað sætari eru flauelsmjúku mini nutellakökurnar og mini möndlukökurnar okkar alltaf hentugar og koma 20 stykki saman í kassa.

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →