Pantaðu smástykki fyrir ferðalagið þitt!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er að umvefja okkur á Íslandi með björtum dögum og hækkandi hitatölum. Margir eru komnir í sumarfríi og að ferðast víðsvegar um landið, hvort sem það er tjaldútilega eða hugguleg vika í sumarbústaðnum.
Vinir og vandamenn hittast og njóta samverunnar á margvíslegan máta. Eitt sem einkennir ferðalög að sumri til er að margir kjósa að gera vel við sig og sína á ferðalögum,bæði í mat og sætindum.
Hjá Tertugalleríinu finnur þú ljúffeng og dísæt góðgæti til að bjóða upp á líkt og makkarónukökur sem eru litríkar og fallegar í laginu og bráðna í munni. Þess heldur eru þær fullkomnar til að bjóða upp á í útilegunni eða í sumarbústaðarferðinni. Við hjá Tertugalleríinu mælum eindregið með ljúffengum, og litríkum makkarónukökum.
Makkarónukökurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- eða ástaraldinbragði.
Við mælum einnig með mini möndlukökum sem koma 20 stykki saman í kassa, gulrótar- eða skúffubitum sem koma 40 stykki saman í kassa og svo loks litlum kleinuhringjum með karamellu glassúr og nammi eða brúnum glassúr og nammi sem koma 30 stykki saman í kassa.
Um er að ræða fjölbreytt og ljúffeng smástykki sem myndu henta vel í ferðalagið til að njóta með ljúffengum kaffibolla eða ískaldri mjólk.
Smelltu hér og skoðaðu fjölbreytt úrval okkar af dísætum og sniðugum hugmyndum fyrir ferðalagið þitt í sumar!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga sérstaklega þegar tertur eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Ferðalag, Gulrótarbitar, Kleinuhringir, Makkarónukökur, Mini möndlukökur, Skúffubitar, Smástykki, Sumarið