Pantaðu súkkulaðitertu fyrir góðar stundir með fjölskyldunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þegar styttist óðum í það að jólahátíðin gangi í garð er gott að staldra aðeins við og einblína á innihaldsríkar skemmtanir, tómstundir eða samræður sem vonandi fanga huga fjölskyldunnar. Markmiðið gæti verið að allir leggist á eitt við að sýna traust, öryggi og að kenna náungakærleik.

Til að gera samveru fjölskyldunnar að ógleymanlegri stund er gott að bjóða uppá eitthvað gómsætt og fallegt fyrir alla meðlimi. Skoðaðið úrvalið að smástykkjunum okkar eða jafnvel súkkulaðitertunum okkar því hægt er að láta prenta mynd og setja þinn eigin texta á tertuna.

Tilvalið er að panta gómsæta súkkulaðitertu með fallegum skilaboðum um góða samverustund

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →