Pantaðu tímanlega fyrir Bóndadaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bóndadagur nefnist fyrsti dagur þorra og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist. Af þeim fáu heimildum sem til eru þá er þó ljóst af frásögnum af siðum honum tengdum að hér hafi verið um alþýðutyllidag en ekki hátíðisdag að ræða og því alls óvíst hvort hann hafi verið mjög útbreiddur eða hvaða tilstand hafi tíðkast þar sem hann var haldinn.

Á bóndadag áttu húsbændur að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxnaskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu.

Ekki er líklegt að margir íslenskir bændur stundi þetta enn í dag, þó einhverjir gætu mögulega haldið í þennan gamla sið.

Þitt eigið tilefni

Hjá Tertugalleríinu teljum við oft skapast tilefni til að gera sér glaðan dag og fagna hversdagsleikanum. Þá er kostur að veturinn er reglulega kryddaður einhverjum sérstökum viðburðum sem standa sumum okkar nokkuð nærri. Bóndadagurinn er á næsta leiti og er hann skemmtilegt tilefni til að lyfta sér á kreik, gera sér dagamun og gleðja og fagna þessum degi með þeim sem eru okkur kærust.

Sá siður að gera vel við bónda sinn og annað heimilisfólk í mat og drykk á bóndadaginn virðist samt hafa haldist og ekki óalgengt að það sé látið renna saman við að borðaður sé þorramatur um þetta leyti heima við og verður þá bóndadagurinn oft fyrir valinu.

Það slá öll met og hjörtu að gefa bóndanum ómótstæðilega súkkulaðitertu, gómsæta marengstertu og ekki má gleyma eina góða klassíska brauðtertu með kaffinu á bóndadaginn.

Gerðu vel við betri helminginn og pantaðu strax í dag.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →