Pantið tímanlega fyrir Bóndadaginn 20. janúar

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Terturnar frá Tertugalleríinu njóta mikilla vinsælda allt árið um kring og því er dálítið mikilvægt að panta tímanlega til að vera viss um að allt gangi upp á mikilvægustu viðburðum lífs okkar.

Yfir hátíðarnar verður lokað í Tertugalleríinu þann 24. 25. 26. og 31. desember auk 1. janúar. En strax á nýju ári verður stutt í næsta tyllidag sem er Bóndadagurinn en þá er til siðs að panta gómsætar tertur til að heiðra herrana í lífi okkar.

Bóndadagurinn er 20. janúar en nafn dagsins kemur frá miðri 19. öld og tengist hann fyrsta degi í þorra. Húsbændur fögnuðu semsagt þorranum og buðu honum í garð á þessum tíma með því fara fyrstir á fætur og út á skyrtunni einni saman. Þurftu þeir að vera berleggjaðir en fara þó í aðra buxnaskálminu og draga hana á eftir sér, hoppandi á einum fæti í kringum allann bæinn - þannig var þorri boðinn velkominn til húsa. Þessu fylgdi auðvitað veisla en í dag er hægt að panta sér tertur frá Tertugalleríinu til að létta sér lífið eilítið.

Við skorum auðvitað á ykkur að særa ekki blygðurkennd fólks með því að hoppa berleggjaðir um koppagrundir og halda kannski frekar bara gott boð með almennilegum veitingum. Hér er úrval af Bóndadagsveigum.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →