Piparlakkrísterta
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þetta er sannkölluð piparlakkrísbomba sem fæst bæði 15 manna og 30 manna.. Mjúkur kókóssvampbotninn dansar trylltan dans við hindberin og rjóma með pipparlakkrísbragði. Ofan á þessi ótrúlega ljúffengu innihaldsefni er svo settur stökkur og gómsætur púðursykursmarengs með hrískúlum og lakkrís ganas.
Þú hreinlega verður að smakka þessa snilld. Pantaðu strax í dag, en pantaðu tímanlega því allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12
Deila þessari færslu
- Merki: marengsterta, terta, tertur