Passíuávaxtaterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hvort sem það er til að fagna afmæli eða tímamótum eða bara hreinlega til að gera vel við sig og sína er allaf tilvalið að bjóða upp á ljúffenga tertu. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á frábært úrval af tertum og öðrum kaffiveitingum sem er tilvalið að panta og létta sér þannig lífið. Við erum alltaf að brydda upp á einhverjum nýjungum og ein þessara nýjunga er þessi gómsæta Passíuávaxtaterta.

Hér eru um að ræða ítalskan létt brenndan marengs með passíuávaxtarjóma, hrísmarengs og kókossvampbotni. Tertan er svo skreytt á einstaklega smekklegan hátt með ferskum berjum. Tertan er ótrúlega létt og góð og hreinlega bráðnar uppi í manni. Passíuávaxtatertan fæst bæði 15 manna og er þá kringlótt eða 30 manna en þá er hún rétthyrnd.

Passíuávöxtur hefur notið sífellt meiri vinsælda hér á landi en nafnið hefur vafist fyrir mörgum. Á íslensku kallast ávöxturinn ýmist passíávöxtur eða ástaraldin. Seinna nafnið er raunar á misskilningi byggður, röng þýðing á orðinu Passion Fruit. Á erlendum tungumálum dregur ávöxturinn nefnilega ekki heiti sitt af ást eða ástríðu heldur af blóminu sem það vex á. Kristniboðar notuðu svo ávöxtinn til að lýsa píslum Krists, passíunni.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14

Laugardagar kl. 9-12

Sunnudagar kl. 9-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →