Þægilegri Þakkargjörðarveisla með Tertugallerí
Útgefið af Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir þann
Þakkargjörðarhátíðin nálgast óðfluga og verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi, en hún er alltaf fjórða fimmudaginn í nóvember. Þakkargjörðin, eða Thanksgiving, er upprunin í Bandaríkjunum og er haldin þar, í Kanada, á nokkrum Karíbahafseyjum og í Líberíu. Upphaflega var hún hugusuð sem tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins og oft heimsækir fólk sína nánustu og borðar sérstakan þakkargjörðarmat sem er yfirleitt borinn fram á stóru borði eða í formi hlaðborðs.
Hefðin hefur þó breitt úr sér og það hefur færst verulega í aukana að hún sé haldin hátíðleg á Íslandi. Önnur hefð sem hefur fest sig í sessi hérlendis er Svartur Föstudagur (Black Friday), sem er föstudagurinn eftir Þakkargjörðina og þá taka verslanir og smásöluaðilar sig til og bjóða upp á feiknargóð tilboð.

Þægilegri Þakkargjörðarveisla
Við hjá Tertugallerí viljum hjálpa þér að gera þína Þakkargjörðarhátíð þægilegri. Hefðbundinn Þakkargjörðarmatur eins og kalkúnn, fylling, sætar kartöflur og hvers konar meðlæti eru ótrúlega vinsæl, sem og graskersbaka í eftirrétt. Með þessu er tilvalið að bjóða upp á einfaldan forrétt eða snarl fyrr um daginn og þá hentar vel að bjóða upp á ljúffengu brauðsalötin frá Tertugallerí sem hægt er að bjóða upp á með snittum eða kexi, eða gera smárétti úr mini hamborgara-kartöflubrauðunum. Sérstaklega amerískt væri auðvitað að gera "sliders" smáborgara með rifnu svínakjöti, eða "pulled pork" til að gæða sér á í forrétt.
Til að auðvelda eftirréttarmál bjóðum við að sjálfsögðu upp á gómsætar marengstertur sem bráðna í munni, sem og úrval af dísætum smástykkjum sem er auðvelt að setja á bakka og njóta. Sérstaklega þægilegt er að panta lúxusbita og sæta bita sem koma tilbúnir á veisluborðið. Bara að taka lokið af bakkanum og njóta.

Pantaðu tímanlega fyrir þína Þakkargjörðarveislu hjá Tertugallerí og sparaðu þér sporin.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: hlaðborð, hrísmarengsbomba, Htrísmarengsbomba, Lúxus bitar, marengsbomba, marengsterta, Marengstertur, Smá stykki, Þakkargjörð, Þakkargjörðarhátíð