Fréttir — marengsterta

Feðradagurinn er 13. nóvember!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 

Við Íslendingar höfum haldið mæðradaginn hátíðlegan um langt skeið en styttra er síðan við fórum að halda upp á feðradaginn. Það gerðist fyrst árið 2006 og má segja að það hafi sannarlega verið kominn tími til. Feður eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna, stoð þeirra og stytta og mikilvægt að heiðra þá fyrir framlag sitt.

Lestu meira →

Eflið fyrirtækjabraginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt eflir frekar samstöðu og starfsanda á vinnustað en þegar starfsmenn setjast niður saman, ræða málin og kynnast. Þá er gott að hafa eitthvað gott að maula á og Tertugallerí hefur gríðar gott úrval af kaffiveitingum sem henta.

Lestu meira →

Veitingar í saumaklúbbinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þó það sé erfitt að viðurkenna það styttist óðfluga í haustið. Þá færist meiri regla á hlutina og við förum aftur að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem sátu á hakanum yfir sumarið. Nú hefjast skólar og sumarfríum lýkur. Kórastarf er að hefjast aftur og sömuleiðis allskyns klúbba- og hópastarf. Í mörgum saumaklúbbum tíðkast að veita veitingar og þar erum við hjá Tertugallerí aldeilis á heimavelli. Hafðu minna fyrir veitingunum og pantaðu tertu hjá okkur.

Lestu meira →

Allt fyrir afmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.

Lestu meira →

Hrísmarengsbomba sem sprengir skalann

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hrísmarengsbomban okkar, tveggja laga púðursykursmarengsterta með hrískúlum og kokteilávöxtum og vanillurjóma á milli, er syndsamlega góð. Hrísmarengsbomban er hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóakroppi. Heldurðu að þú getir staðist hana? Bjóddu 14 manns í kaffi, því hún er 15 manna, og sjáðu hvort þú getir það - við leyfum okkur að efast!

Lestu meira →