Þrettándinn nálgast

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann



Nú fer að verða lítið eftir af jólunum og tækifærunum sem gefst til að gera sér dagamun af tilefni jólanna fækkar. Þó er þrettándinn enn eftir og enn halda margir í þá góðu hefð að gera vel við sig þann dag. Okkur hjá Tertugallerí finnst það góð hugmynd og hvetjum þig til að panta þér gómsæta tertu og bjóða vinum og ættingjum í kaffi.

Kertasníkir kom síðastur til byggða og hann er líka síðastur til að fara aftur til fjalla. Væri þá ekki tilvalið að finna góða mynd af Kertasníki á netinu, eða teikna hana sjálfur, og láta setja hana á tertu? Svo mætti finna til góða mynd af Grýlu, Leppalúða og því slekti öllu og setja á tertu – enda þrettándinn tengdur þeim órofa böndum.

Kransakökur eru glæsilegar á veisluborðið – til dæmis þessi fallega og óhefðbundna 15 manna kransakaka sem er alveg sérstaklega hátíðleg og lífgar upp á hvert borð.

Úrvalið er óþrjótandi, skoðaðu þig um á síðunni okkar og finndu vöru sem hentar þér og þínu boði. En pantaðu tímanlega því allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14

Laugardagar kl. 10-12

Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →