Toppaðu brúðkaupið með dásamlegum veitingum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað. Að því sögðu höfum við hjá Tertugalleríinu tekið saman veitingar sem eru fullkomnar fyrir stóra daginn, og það á viðráðanlegu verði.
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á dásamlegar brúðartertur með þrennskonar útlitsgerðum. Brúðarterturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotn með unaðslegri súkkulaðimousse fyllingu, hjúpuð með hvítum sykurmassa og að lokum skreytt með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum.
Gullfallega kransaskálin og kransakarfan okkar slá alltaf rækilega í gegn en þær eru tilvaldar með brúðarkökunni sjálfri eða með léttum veitingum og fordrykk.
Tapas og kokteilssnitturnar okkar eru tilvaldar með fordrykknum en við bjóðum upp á fimm tegundir af tapas snittum og sjö gerðir af kokteilsnittum en þar á meðal eru auðvitað vegan valkostir. Bollakökurnar okkar henta einnig afar vel með smáréttum og fordrykk en við bjóðum upp á fjórar mismunandi tegundir af bollakökum. Um er að ræða bollakökur með nougat og karamellubragði en einnig bollakökur með mynd, sem hægt er að setja brúðkaupsdagsetningu og nöfn þeirra sem eru að gifta sig.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Athugið að panta þarf brúðartertur með a.m.k. vikufyrirvara. Á álagstímum getur afgreiðslutími lengst. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið á Korputaorgi.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: brúðarterta, brúðkaup, kransablóm, marengsbomba, sumar, terta, tertur