Veisluveigar fyrir útskriftarveisluna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er komið og sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar fyrir fjölmarga nemendur og fjölskyldur þeirra. Á næstu vikum munu grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar og aðrar menntastofnanir halda glæsilegar athafnir þar sem áfangar síðustu ára verða fagnaðir.
Útskriftarveisla eru mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins útskriftarnema og tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, rifja upp ferðalagið sem hefur verið lagt að baki og fagna framtíðinni sem fram undan er.
Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og ljúffengum útskriftarveigum.
Marsípanterta
Við mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja á þær texta að eigin vali.
Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum.
Form og stærðir marsípanstertanna eru fjölbreyttar og er hægt að fá þær fyrir 25 manns (27,5x35,5 cm), 30 manns (29x40,5cm) og 40 manns (34,5x43,5 cm).
Kransakaka
Einnig er tilvalið að bjóða upp á kransaköku með marsípantertunni. Kransakökurnar okkar eru hátíðlegar og iðulega að finna á borðum þegar mikið stendur til og gefa veislunni virðulegan svip. Kransakökur Tertugallerísins eru ljúffengar, fagurlega skreyttar og á sérstaklega góðu verði.
Við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni eins og ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði.
Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti.
Lúxus bitar og Sætir bitar
Lúxus- og Sætir bitar eru fullkomin samblanda af veisluveigum sem samanstanda af fagurfræði og einstökum bragðgæðum. Þessir bitar eru ekki aðeins gullfallegir á veisluborðið, heldur gleðja þeir bragðlaukana þeirra sem njóta bitana. Bitarnir eru tilvaldir fyrir hvers kyns veislu þar sem komið er saman til að fagna, gleðjast eða njóta samvistar við samstarfsfólk, vini eða ættingja.
Lúxus bitarnir samanstanda af tíu kransabitum, tíu makkarónukökum og tíu vatnsdeigsbollum með saltaðri karamellu og er bakkinn skreyttur með ferskum berjum.
Sætu bitarnir samanstanda af tíu mjúkum kókostoppum, tíu súkkulaðikökubitum og tíu vatnsdeigsbollum með léttþeyttum rjóma og er þessi bakki einnig skreyttur með ferskum berjum.
Smástykki frá Tertugalleríinu eru ljúf og sæt hamingja í einum bita og frábær viðbót í veisluna þína samhliða Lúxus- og Sætu bitunum.
Hægt er að velja úr mörgum bragðgóðum og dísætum smástykkjum sem slá alltaf í gegn og þess þá heldur fegra smástykkin öll veisluborð þar sem þau eru borin fram, líkt og nýju bitarnir.
Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og veitingar sem við teljum tilvaldar til að bjóða upp á í útskriftarveislunni, en auðvitað er hægt að velja hvað sem er og nota hugmyndaflugið. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér og njóttu þess að gleðja þína veislugesti!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og útskriftarveislan er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar útskriftarveisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Lúxus bitar, Marsípanterta, Pantaðu tímanlega, smástykki, Sætir bitar, Útskrift, Útskriftarveisla