Veldu kræsileg og litrík smástykki á veisluborðið þitt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Rifjaðu upp þegar þú varst lítil telpa eða lítill gutti í fermingarveislum. Þú hafði lítinn áhuga á ömmu gömlu eða frændanum úr sveitinni. Það eina sem þér fannst skemmtilegast var að fela þig undir veisluborðinu með hvíta langa einlita satín dúknum sem strauk gólfteppið mjúklega og faldi þig einstaklega vel. Þú ert uppi með þér með öll gómsætu smástykkin sem þú gast snarað á lítinn disk án þess að láta sjá þig. Þú varst kominn í annan heim og naust þess að bragða á gotterínu á litla disknum. Hreinasta hnossgæti sem það var og góðar minningar.

Nú er hægt að gleyma sér með gómsætum og litríkum smástykkjum eins og Mini möndlukökur sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Það tekur enga stund að græja nokkur bragðgóð smástykki frá okkur og mikið sem það mun gleðja marga í veislunni.

Bjóddu uppá eitthvað sem nýtur mestra vinsælda á þessum tíma, eitthvað smátt með klassísku brauðtertunum, fallega smurbrauðinu að dönskum hætti og heitu og bragðgóðu rúllutertubrauðunum frá Tertugallerí.

Smástykki er frábær viðbót á veisluborðið. Skoðaðu úrvalið af smástykkjum frá Tertugallerí. 

 

SÉRSTAKIR AFGREIÐSLUTÍMAR TERTUGALLERÍS:

Uppstigningardagur 21. Maí kl. 9-12

Hvítasunnudagur 31. Maí kl. 9-12

Annar í hvítasunnu 1. Júní kl. 9-12

17. júní - lokað


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →