Veldu vegan veitingar í veisluna frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er okkur hjá Tertugalleríinu hjartans mál að bjóða upp á vegan veitingar. Við vinnum stöðugt í vöruúrvali okkar og þykir okkur mikilvægt að eitthvað sé fyrir alla en við bjóðum upp á vegan valkosti í öllu smurbrauði.
Hjá okkur færðu tvær tegundir af vegan brauðtertum, annars vegar hvítlauks hummus brauðtertu og tómat og basil hummus brauðtertu. Brauðterturnar fást í 16-18 manna og 30-35 manna stærðum. Brauðterturnar okkar eru í vegan brauði með dásamlegu pestói gert frá grunni af bakarameisturum okkar. Brauðterturnar eru að lokum skreyttar af alúð með brakandi fersku grænmeti.
Vegan tapas snittan okkar er ein vinsælasta snittan okkar en við erum einnig með tvær ljúffenga vegan kokteilsnittur og tvær tegundir af vegan smurbrauði að dönskum hætti. Allar vegan veitingarnar okkar eiga það sameiginlegt að vera einstaklega litríkar, fallegar og bragðgóðar.
Veldu vegan veitingar í veisluna í sumar!
Skoðaðu allar okkar vegan veitingar hér!
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.