Sjómannadagur á sunnudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú um helgina verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Þá fögnum við starfi, hetjudáð og fórnfýsi sjómanna. Ekki er það heldur að ósekju því það er sjávarútvegurinn sem hefur haldið lífi í þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Tertugallerí hefur sett saman nokkrar frábærar tertur sem passa vel til hátíðahaldanna. Pantið tímanlega – til að fá tertu afhenta á laugardag og sunnudag þarf að panta fyrir kl. 16:00 á fimmtudag.

Í Reykjavík og á Ísafirði var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938 og breiddist fljótt um sjávarbyggðir landsins. Sjómannadagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní, en þó ekki ef hvítasunnu ber upp á þeim degi.

Í Reykjavík, og víðar um land, hafa hátíðahöldin breyst í margra daga hátíð. Þannig er haldin Hátíð hafsins hér í Reykjavík þann 4. og 5. júní. Það eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð sem standa sameiginlega að hátíðinni. Dagskráin er fjölbreytt, börnum er til dæmis boðið upp á Bryggjusprell og fljótandi sjóræningjakaffihús. Þá verður hægt að skoða varðskipið Óðinn og boðið verður upp á ókeypis bátastrætó milli Hörpu og Víkurinnar. Hægt er að skoða glæsilega dagskrá hátíðarinnar á vef hennar.

Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og kaffiveitingar sem við teljum tilvaldar til að fagna þessum skemmtilega degi en auðvitað er hægt að velja hvað sem er og nota hugmyndaflugið. Athugið að til að fá tertu afgreidda á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta fyrir kl. 16:00 á fimmtudegi.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →