Konunglegar hvítar brúðkaupstertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hvítar brúðkaupstertur njóta mikilla vinsælda hjá okkur í Tertugalleríinu, en rétt eins og á brúðarkjólunum táknar hvíti liturinn hreinleika. Það er þó ekki uppruni þeirrar hefðar að bjóða upp á hvíta brúðkaupstertu.

Brúðkaupsterturnar hafa þróast mikið frá því þær voru fyrst þaktar með einhverskonar kremi að talið er á á 17. öld. Terturnar voru reyndar fyrst um sinn þaktar feiti, ekki kremi. Ástæðan var sú að þegar baka átti brúðkaupstertu og stafla upp tók langan tíma að baka tertuna. Þá voru engir ísskápar til og því þurftu bakararnir að þekja terturnar með feiti til að halda þeim mjúkum. Feitin var svo skröpuð af tertunum áður en þær voru bornar fram. Sykri var síðar bætt við feitina og úr varð krem sem hægt var að borða með tertunni.

Þó hvíti liturinn á brúðkaupstertum og brúðarkjólum tákni í dag hreinleika var það ekki ástæðan fyrir því að það þótti fínt á hvítum brúðkaupstertum á fyrri öldum. Snjóhvítt kremið á kökurnar var gert úr fínum unnum sykri, sem var afar dýrt og ekki nema á færi þeirra efnameiri að bjóða gestum í brúðkaupi upp á brúðkaupstertu með skjannahvítu kremi. Í konunglegum brúðkaupum dugði ekkert minna en risavaxin brúðkaupsterta þakin mjallhvítu kremi.

Fínn hvítur sykur er ekki dýr í dag og því á flestra færi að bjóða upp á fallega hvíta tertu, kjósi þeir svo. Auðvitað er hægt að fara aðrar leiðir og margir sem kjósa heldur annarskonar tertur.

Eftir að hvíti liturinn á kreminu fór að vera á allra færi héldu bakarar áfram að reyna að slá hverjir öðrum við. Til dæmis hafa ýmsir keppst við að baka dýrar brúðkaupstertur. Sú dýrasta til þessa var bökuð á Englandi í fyrra. Hún var notuð til að kynna brúðkaupssýningu sem sett var upp sérstaklega fyrir samkynhneigða. Tertan var átta hæðir og þakin 4.000 demöntum. Verðmæti hennar, eða öllu heldur demantanna sem skreyttu hana, var um 52,7 milljónir bandaríkjadala, sem jafngildir um 6,3 milljörðum króna.

Það er óþarfi að ganga svo langt til að brúðkaupstertan sé eftirminnileg og góð. Kynntu þér úrvalið af brúðkaupstertum hjá Tertugalleríinu og pantaðu tertu sem hentar ástfangna parinu, hvort sem hún er hvít eða ekki.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →