Nýjar kökur í barnaafmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Blásið hefur verið til veislu í tilefni af afmælum í mörg þúsund ár. Talið er að Eyptar hafi fyrst haldið afmæli í kringum 3.000 F. Kr. sem í þá tíð vísaði til krýningar faraós en ekki fæðingar hans. Nú eru komnar á markaðinn tvær nýjar afmælistertur frá Tertusmiðjunni sem henta vel í barnaafmæli.

Tertugallerí hefur lengið bakað kökur fyrir afmæli bæði barna og fullorðinna. Nammitertan er nýjasta kakan í barnaafmælin. Þetta er þrefaldur súkkulaðikökubotn með smjörkremi á milli laga og smjörkremi ofan á sem undirlag á prentuðum sykurmassa. Kakan er bæði fallega skreytt með bláu og bleiku smjörkremi, smarties, einfaldri mynd með nafni og aldri afmælisbarnsins sem prentað er á sykurmassa.

Forn-Grikkir héldu þeim sið við að halda upp á afmæli fyrirmenna og guða sinna en bættu kerti við afmælisköku þess tíma.Talið er að fylgjendur Artemis, sem var í hávegum höfð á eynni Delos, hafi fyrstir sett kerti á hálfmánaköku henni til heiðurs. Þetta mun hafa verið í kringum 1.500 f. Kr. Artemis, dóttir Seifs, var gyðja ófrískra kvenna, villdýra, tunglsins, veiði og gróðurs.

Það voru svo Rómverjar sem í kringum 500 f. Kr. voru fyrstir til að halda upp á eiginleg afmæli, fagnað var fæðingardegi almenns borgara. Haldið var sérstaklega upp á afmælisdaga fyrirfólks og þekktra einstaklinga í ríkinu. Aðeins var þó haldið upp á afmæli karlmanna. Ekki var haldið upp á afmæli kvenna í hinum vestræna heimi fyrr en á 13. öld. Kínverjar stóðu Vesturlandabúum nokkuð framar þegar kom af afmælisboðunum en þar í landi hefur tíðkast í um þúsund ár að fagna fyrsta afmælisdegi barna.

Barnaafmælin í líkingu við þau sem við þekkjum í dag litu fyrst dagsins ljós undir lok 18. aldar í Þýskalandi. Í boðunum voru kökur með kertum og voru þau jafn mörg og barnið var gamalt. Einu var reyndar bætt við en aukakertið táknaði næsta árið í lífi barnsins. Þarna var það orðinn hluti af afmælinu að blása á kertinu á afmæliskökunni og óska sér einhvers. Afmælissöngnum var svo bætt við afmælisveisluna undir lok 19 aldar og var hann orðinn almennur rétt eftir aldamótin 1900.

Skoðaðu úrvalið af afmæliskökum hjá Tertugalleríinu. Þar er líka hægt að fá ýmsar aðrar kökur í veisluna og meðlætið líka. Leitaðu til okkar hjá Tertugalleríinu. Við auðveldum þér að bjóða upp á góðar veitingar í veislunni.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →