Tertusnillingarnir komnir í jólafötin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jólin nálgast og allir að komast í jólaskapið. Tertusnillingarnir okkar hjá tertugalleríinu eru að sjálfsögðu komnir í rauðu jólafötin og hamast eins og mest þeir mega við að baka nýju jólaterturnar, Jólastjörnur Tertugallerísins.

Þau Tóta, Boggi, Unnar og Valdi eru engir jólasveinar þó þau skipti á hvíta einkennisfatnaðinum yfir í rauðan í desember. Þau munu standa vaktina á þessum mikla annatíma og baka tertur og bakkelsi fyrir landsmenn. Þau hafa sérstaklega gaman af því að baka Jólastjörnur sem eiga eftir að verða miðpunkturinn í jólafögnuði í fyrirtækjum á aðventunni.

Það er góður siður að senda jólagjafir og mörg fyrirtæki hafa það fyrir venju að gleðja starfsfólk sitt eða starfsfólk fyrirtækja sem þau eru í viðskiptum við með góðri gjöf sem hægt er að njóta saman. Þar koma nýju jólaterturnar frá Tertugalleríinu sterkar inn. Þær eru réttnefndar jólastjörnur, enda verða þær stjörnurnar í öllum jólafagnaði þar sem þær koma við sögu.

Við bjóðum upp á fjórar mismunandi myndir en þú getur líka sent okkur þína jólamynd og við skellum henni á tertuna.

Það fylgir því vellíðan að gleðja aðra. Þegar fyrirtæki sendir starfsfólki annars fyrirtækis glaðning er gott að bæta einhverju smálegu með í pakkann, til dæmis kleinum eða upprúlluðum pönnukökum með sykri sem slá alltaf í gegn.

Gleddu sjálfan þig og aðra í kringum þig fyrir þessi jól. Smakkaðu Jólastjörnu Tertugallerísins og leyfðu öðrum að njóta með þér. Það er rétti jólaandinn.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →