Hafðu ameríska tertu í aðventukaffinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er aðventan gengin í garð og margir farnir að huga að því hvað þeir eigi að bjóða upp á með aðventukaffinu. Í fjölbreyttu tertusafni Tertugallerísins má finna gómsæta ameríska súkkulaðitertu sem er tilvalið að bjóða stórfjölskyldunni upp á með kaffi og kakó.

Fyrsti sunnudagur í aðventu var 30. nóvember síðastliðinn og kveiktu þá margir á fyrsta kertinu í aðventukransinum. Aðventan er samkvæmt kristinni hefð fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir jóladag. Siðurinn er aldagamall og hefur orðið, sem er tökuorð úr latínu og merkir tilkoma, verið til í íslensku að minnsta kosti frá 14. öld. Orðið jólafasta var reyndar framan af algengara en aðventa þar sem kaþólikkar föstuðu á þessum tíma og settu þeir ekkert kjöt inn fyrir sínar varar síðustu síðustu vikurnar fyrir jól. Væn flís af feitum sauð, eins og sungið var um í laginu um hana Grýlu, var því kærkomin tilbreyting á sínum tíma. 

Hungur og vosbúð í kulda og trekki heyra sögunni til þótt jólasveinarnir lifi enn góðu lífi. Í stað þess að geyma kjötið nær allan desember gerir fólk vel við sig í mat og drykk og tekur þess á milli á móti vinum og ættingjum í kaffi. 

Eins og tíðkast hefur um árabil fer fólk í sunnudagsbíltúr á sunnudögum og kíkir til sinna nákomnu hvort heldur er Siggu frænku eða ömmu og afa. Þau langar auðvitað að bjóða upp á eitthvað gott með kaffinu, pönnukökur, tertur, kökur og annað í þeim dúr sem gleður bæði munn og maga.

Þeir sem hafa áhyggjur af aðventukaffinu geta nú slakað á. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum nefnilega upp á mikið úrval meðlætis sem hægt er að bjóða upp á með kaffinu. Þar á meðal er ameríska súkkulaðitertan, sem er algjör draumur. Þetta er 15 manna terta. Hún hreinlega bráðnar í munni enda er hún gerð úr þremur súkkulaðibotnum með súkkulaðikremi á milli og yfir. Þá er hún skreytt með súkkulaðiskrauti og jarðarberjum sem gera hana enn gómsætari. 

Gleddu sjálfan þig, vini og vandamenn, með amerísku súkkulaðitertunni frá Tertugalleríinu. Það er rétti jólaandinn á aðventunni.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →