Bónorð um áramót og brúðkaup á nýju ári

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Um áramót tíðkast að líta yfir farinn veg og taka ákvarðanir um framhaldið. Sumir strengja áramótaheit, en aðrir nota tækifærið og taka stórt skref í sambandi sínu við maka sinn og bera upp bónorðið. Það er ástæðulaust að mikla fyrir sér vinnu við undirbúning brúðkaupsins, sérstaklega ef brúðhjónin verðandi fá okkur hjá Tertugalleríinu til að baka brúðkaupstertuna og annað góðgæti.

Þegar bónorðið er undirbúið er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Sumir kjósa að ræða málin í rólegheitunum og taka ákvörðun um framhaldið. Aðrir kjósa heldur að láta bónorðið koma makanum á óvart, sem krefst óneitanlega meiri undirbúnings ef vel á að vera.

Margir hafa sterkar skoðanir á því hvað eigi að gera og hvað eigi ekki að gera þegar bónorðið er borið upp. Einföld leit á Google skilar ótal síðum með fimm, tíu eða fleiri atriðum sem vert er að hafa í huga.

Við hjá Tertugalleríinu erum ekki sérfræðingar í að bera upp bónorð. Einu ráðin sem við getum gefið í þeim efnum er að velja stað, stund og aðferð sem hæfir hjónakornunum verðandi. Það er til lítils að skella hringnum í kampavínsglasið ef makanum þykir kampavín ekki gott. Hér gildir bara einlægnin og að þekkja makann og hvað honum eða henni þykir rómantískt.

Reyndar eigum við eitt ráð til viðbótar. Látið það endilega eiga sig að leigja krana til að koma hinni heittelskuðu eða hinum heittelskaða á óvart, eins og brúðguminn verðandi í Hollandi ákvað að reyna. Eða gættu þess að minnsta kosti að útvega reyndan kranamann til að gæta þess að ekki fari illa.

Þó við hjá Tertugalleríinu séum ekki sérfróð um bónorðin sem slík erum við sannarlega sérfræðingar í því sem fylgir í kjölfar þess. Við bjóðum brúðhjónunum upp á mikið úrval af tertum sem hjálpa við að gera brúðkaupsveisluna ógleymanlega. Þeir sem ætla að biðja sér manns eða konu um áramótin geta treyst á okkur þegar kemur að veitingunum í veislunni.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →