Gefðu viðskiptavini þínum gjöf

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðfangadagur nálgast óðfluga og margir stjórnendur fyrirtækja farnir að huga að því hvernig hægt er að koma viðskiptavinum þeirra og samstarfsfólki á óvart með óvæntum glaðningi. Kransablóm með súkkulaði frá Tertugalleríinu eru fyrirtaks tækifærisgjöf hvort heldur er í skóinn, í pakkann eða með aðventukaffinu. 

Það er margsannað að litlar og óvæntar gjafir gleðja. Engu skiptir hvort um er að ræða vini og vandamenn, litla fólkið sem bíður í ofvæni eftir því hvað jólasveininn hefur sett í skóinn úti í glugga eða viðskiptavini fyrirtækja og þakka þeim fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða með gómsætum þakklætisvotti. 

Ekki leita langt yfir skammt í leit að hugmynd til að gleðja viðskiptavini þína. Við hjá Tertugalleríinu lumum á mörgum kræsingum sem gott er að gefa þegar tækifæri er til.

Kransablóm Tertugallerísins hafa lengi verið vinsæl en þau má bæði gefa einar og sér eða nota sem góðgæti með öðrum kökum og smágjöfum. Við eigum fjórar gerðir af kransablómum. Ein gerðin er með safaríkum jarðarberjum, önnur með kokteilberjum, sú þriðja með súkkulaði og fjórða kransablómið er með valhnetum

Kíktu á úrvalið af kökunum hjá okkur og gleddu bæði fjölskyldu og viðskiptavini fyrir jólin. 

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →