Bollakökur með mynd henta við flest tilefni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það þarf ekki alltaf sérstakt tilefni til að fá sér eitthvað gott með kaffinu. Það getur verið sérstaklega gaman að bjóða upp á bollakökur, hvort sem er heima við, í sumarbústaðnum eða í kaffinu í vinnunni. Það toppar fátt gómsætt karamellubragðið með smjörkreminu á bollakökunum frá okkur í Tertugalleríinu. Verðið mun koma þér á óvart.

Bollakökur hafa verið vinsælar undanfarin ár en eru fjarri því ný uppfinning. Fyrst var minnst á bollakökur í bandarísku uppskriftabókinni American Cookery sem kom út árið 1796 (áhugasamir geta lesið bókina ókeypis hér). Bollakökuæðið sem gekk yfir heimsbyggðina fyrir nokkrum árum átti einmitt uppruna sinn í Bandaríkjunum, þar sem sérhæfðar verslanir sem seldu eingöngu bollakökur spruttu upp og nutu mikilla vinsælda.

Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á dásamlegar bollakökur með karamellubragði og hvítu smjörkremi. Þær eru seldar átta saman á 1.753 krónur, eða um 220 krónur stykkið.

Viðskiptavinir geta fengið mynd að eigin vali á bollakökurnar. Það getur verið skemmtilegt að búa til ákveðið þema. Af hverju ekki að setja merki fyrirtækisins á bollakökurnar sem þú býður vinnufélögunum upp á í kaffinu? Eða skemmtilega mynd af börnunum á bollakökurnar sem þú býður fjölskyldunni upp á um helgina?

Það er ekkert mál að panta hjá okkur. Allar upplýsingar um pantanir má finna hér. Gerðu vel við þig og þína með gómsætum bollakökum.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →