Nýr vefur Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nýr og tæknilega fullkominn vefur Tertugallerísins er kominn í loftið. Þetta er snjallvæddur vefur og geta viðskiptavinir Tertugallerísins með fáeinum smellum gert flest það sem þeir vilja í gegnum vefinn; pantað tertur fyrir hin ýmsu tilefni og viðburði, sent inn myndir og texta á terturnar og greitt fyrir þær.

Hugbúnaðurinn á bak við vefinn gerir fólki kleift að panta tertur og borga þær með nánast hvaða nettengda tæki sem er, hvort heldur er tölva, spjaldtölva eða snjallsími.

Á nýja vef Tertugallerísins getur fólk fylgst með því hvaða hátíðisdagar og önnur tilefni eru framundan svo það geti pantað tertu með góðum fyrirvara. Með umfjöllun um hvern hátíðisdag eru hugmyndir að tertum í tilefni dagsins svo enginn þarf að velta því lengi fyrir sér hvað skuli velja, s.s. á bóndadaginn og á hvernig terta henti við skírn og útskrift.

Skoðaðu nýja vef Tertugallerísins og pantaðu tertu í tilefni dagsins.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →