Fáðu þér tertu á Bleika deginum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Október er bleikur mánuður, en þá fer fram árlegt fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október en þá er bleiki dagurinn. Krabbameinsfélagið biður alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku þennan dag. Þú getur pantað frábæra og gómsæta bleika tertu hjá Tertugalleríinu með bleika kaffinu í tilefni af Bleika deginum. Bjóddu samstarfsfólki þínu eða viðskiptavinum upp á bleika tertu á bleika daginn.

Átak Krabbameinsfélag Íslands hefur verið á hverju ári í meira en tíu ár og hefur bleiki litur ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það.

Krabbameinsfélagið hefur auk þess haldið happdrætti í svokölluðu Bleiku boði. Veglegir vinningar voru í boði og var greint frá því í byrjun mánaðar hverjir voru hinir heppnu. Ýmsir flottir vinningar voru í boði. Nú fer hver að verða síðastur að ná í vinning en vitja á vinnings innan 30 daga frá úrdrætti.

 

Allir í bleiku!

Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur tekið þátt í átaki Krabbameinsfélagsins í október í gegnum árin, skreytt skrifstofur með bleikum lit, verið í bleikum fötum og gert ýmislegt fleira til að vekja athygli á Bleika deginum og átakinu gegn krabbameini í konum.

Það er vel til fundið að klæðast bleiku föstudaginn 16 október og taka þátt í að vekja athygli á átaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum.

Þú getur skoðað myndir á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar og séð hvað fyrirtæki hafa gert í tilefni dagsins.

 

Bleika tertan

Við hjá Tertugalleríinu eigum tvær tegundir af bleikum tertum sem upplagt er að bjóða upp á í bleiku boðunum óháð því hvert tilefnið er. Þær henta vel fyrirtækjum sem vilja gleðja viðskiptavini sína og samstarfsfólk á Bleika deginum á föstudag.

Takið þátt í átaki Krabbameinsfélagsins, klæðist einhverju bleiku á föstudaginn og fáið ykkur bleika tertu!

 

Pantaðu í tíma

Mundu að panta tertu tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta tertu fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir tertur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti. 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →