Fagnaðu vetri!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mikið er um að vera næstsíðustu helgina í október. Þá er haustfrí gefið í mörgum skólum landsins í tilefni af því að vetur konungur er að koma í heimsókn. Fyrsti vetrardagur er nefnilega laugardaginn 24. október næstkomandi. Það er upplagt að fagna komu vetrar með tertu eða öðru góðgæti frá Tertugalleríinu með kaffinu um helgina.

Nú er veturinn að ganga í garð á nýjan leik. Það er við hæfi að á laugardag þegar fyrsti vetrardagur rennur upp að þá munu fyrstu snjókorn þessa seinni hluta ársins taka að falla, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Snjórinn gæti staldrað eitthvað við því spáð er skínandi sól og frosti strax á sunnudag.

Hvað er fyrsti vetrardagur?
Fyrsti vetrardagur er á laugardegi að lokinni 26. viku sumars og getur hann borið upp frá 21.- 27. október ár hvert. Fyrsti vetrardagur er jafnframt fyrsti dagur fyrsta mánaðarins samkvæmt gamla norræna tímatalinu og nefndist Gormánuður.

Gormánuður vísar til sláturtíðar og nefndir Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) biskup október sláturmánuð.

Í Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu, Landnámu og fleiri fornsögum segir frá því að í október eða í kringum fyrsta vetrardag hafi vetri verið blótað. Í raun hafi þetta verið helsta árstíðabundna blótið fyrir utan jólin.

Í frjálsa alfræðiritinu Wikipediu segir um vetrarblótin að þau eigi sér þær náttúrulegu skýringar að á haustin var mest til af nýslátruðu og og nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis enda erfitt að geyma það nema í súr. Kornuppskeru var þá líka nýlokið og var kornsins neytt um svipað leyti. Fyrsti vetrardagur og reyndar gormánuður allur var því heilmikil veisla.

Það hefur semsagt tíðkast lengi að fagna vetri með einum eða öðrum hætti.

Fáðu þér þjóðlegar pönnukökur
Það er vel til fundið í kringum fyrsta vetrardag að bjóða vinum og ættingjum í kaffi og ræða um daginn og veginn. Þið hittist hvort eð er alltof sjaldan. Í það minnsta er aldrei hægt að hitta vini og vandamenn of oft.

Við höfum sett saman nokkrar tillögur að meðlæti með kaffinu fyrir þig. Þú getur boðið krökkunum upp á bollakökur með mynd en fullorðna fólkinu upp á upprúllaðar pönnukökur eða klassískar kleinur. Öllum finnst svo gott að fá sér skonsur með osti og smjöri eða hangikjöti ofan á.

Ef þú vilt bjóða í kvöldmat er tilvalið að hafa litlu hamborgarabrauðin á kantinum fyrir krakkana.

Pantaðu tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →