Blóm og gómsæt gulrótarterta á bóndadaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú styttist í bóndadaginn og vissara fyrir eiginkonur og kærustur að hefja þegar undirbúning. Á þessum fyrsta degi þorra hefur orðið til sá skemmtilegi siður að konur gefi bónda sínum blóm og geri vel við hann með mat og drykk. Þar sem stutt er frá jólum gæti gulrótaterta passað vel með kaffinu á bóndadaginn.
Bóndadagurinn markar upphaf þorra, fjórða mánaðar vetrar í gamla norræna tímatalinu, en í því voru sex sumarmánuðir og sex vetrarmánuðir.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er fjallað um hvernig bóndi skyldi bjóða þorra velkominn. Á bóndadaginn áttu bændur að fara fyrstir manna á fætur á bænum og fara út á skyrtunni einni, berlæraðir og berfættir. Þeir áttu þó að fara í aðra skálmina á buxum og draga hina á eftir sér þar sem þeir hoppuðu á öðrum fæti í kringum bæinn.
Ekki er líklegt að margir íslenskir bændur stundi þetta enn í dag, þó einhverjir gætu mögulega haldið í þennan gamla sið. Það er líklegra að aðrir siðir höfði frekar til íslenskra karlmanna á þessum degi. Margir munu eflaust smakka þorramat á þessum degi. Og vonandi munu margir einnig fá blóm og eitthvað gott með kaffinu frá sinni heittelskuðu.
Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkra tegundir sem gætu passað vel með kaffinu á bóndadaginn. Kynntu þér úrvalið í netversluninni okkar.
Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.
Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.
Bóndadagurinn markar upphaf þorra, fjórða mánaðar vetrar í gamla norræna tímatalinu, en í því voru sex sumarmánuðir og sex vetrarmánuðir.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er fjallað um hvernig bóndi skyldi bjóða þorra velkominn. Á bóndadaginn áttu bændur að fara fyrstir manna á fætur á bænum og fara út á skyrtunni einni, berlæraðir og berfættir. Þeir áttu þó að fara í aðra skálmina á buxum og draga hina á eftir sér þar sem þeir hoppuðu á öðrum fæti í kringum bæinn.
Ekki er líklegt að margir íslenskir bændur stundi þetta enn í dag, þó einhverjir gætu mögulega haldið í þennan gamla sið. Það er líklegra að aðrir siðir höfði frekar til íslenskra karlmanna á þessum degi. Margir munu eflaust smakka þorramat á þessum degi. Og vonandi munu margir einnig fá blóm og eitthvað gott með kaffinu frá sinni heittelskuðu.
Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkra tegundir sem gætu passað vel með kaffinu á bóndadaginn. Kynntu þér úrvalið í netversluninni okkar.
Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.
Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.
Deila þessari færslu
- Merki: bóndadagur, bóndi, þorri