Þú færð kökur með mynd hjá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fáðu tertu með merki íþróttafélagsins þínsVið hjá Tertugalleríinu bjóðum fjölbreytt úrval af tertum fyrir öll möguleg og ómöguleg tilefni eins og brúðkaupið, afmælisveisluna, skírnarveisluna og erfidrykkjuna. Að auki geturðu valið einhverja mynd sem þér finnst skemmtileg og við skellum henni á tertuna þína.

Eins og við hjá Tertugalleríinu höfum sagt þá er alltaf tilefni til að borða tertur. Sum þeirra gefa vissuleg auga leið eins og afmæli, fermingar, brúðkaup og þess háttar.

Það að panta tertur með mynd er skemmtileg leið til að gera veisluna skemmtilega og óvænta. Við prentum á gæðamarsípan og því verður tertan fullkomlega neysluhæf. Það eina sem þú þarft að gera er að kveikja á tölvunni, finna mynd sem þú vilt láta prenta og einfaldlega senda okkur hana.

Hjá áhangendum íþróttafélaga er t.d. vinsælt að láta prenta mynd liðsins síns. Auk þess hafa hvers kyns teiknimyndahetjur reynst afar vinsælar í barnaafmælum.

Hjá Tertugalleríinu geturðu fengið mynd prentaða á flestar tertur. Gerðu veisluna skemmtilegri og fáðu mynd á tertuna þína hjá Tertugalleríinu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →